Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 26. nóvember 2024 07:22 Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun