Körfubolti

Björg­vin aftur í Breið­holtið

Sindri Sverrisson skrifar
Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Borche Ilievski sem nýverið tók við sem þjálfari ÍR. Báðir þekkja þeir vel til hjá félaginu.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Borche Ilievski sem nýverið tók við sem þjálfari ÍR. Báðir þekkja þeir vel til hjá félaginu. ÍR

Körfuboltamaðurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson er orðinn leikmaður ÍR á nýjan leik en hann kemur til félagsins frá Grindavík.

ÍR-ingar greindu frá þessu í dag og bjóða Björgvin hjartanlega velkominn aftur, en hann lék með ÍR árin 2014-2016.

Björgvin, sem er uppalinn hjá Skallagrími, spilaði sjö leiki með Grindavík í Bónus-deildinni nú í haust en lék að meðaltali aðeins um átta mínútur, skoraði þrjú stig og tók tæplega þrjú fráköst.

Björgvin lék fyrir uppeldisfélag sitt Skallagrím í 1. deild á síðustu eiktíð og skoraði þá að meðaltali 11,4 stig í leik, tók 7,8 fráköst og gaf 5,3 stoðsendingar. Hann var áður einnig hjá Grindavík og hefur auk þess spilað með Tindastóli og Fjölni.

ÍR-ingar, sem á dögunum kynntu Borche Ilievski sem þjálfara sinn á nýjan leik, unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð Bónus-deildarinnar, 101-96 gegn Njarðvík á útivelli. Þeir mæta svo Íslandsmeisturum Vals á föstudaginn í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×