Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:18 Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun