Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar 23. nóvember 2024 13:15 Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun