Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar 23. nóvember 2024 08:47 Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar