Íslenski boltinn

Val­geir til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir Valgeirsson er kominn í grænt.
Valgeir Valgeirsson er kominn í grænt. breiðablik

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið Valgeir Valgeirsson frá Örebro í Svíþjóð. Samningur hans við Breiðablik gildir til ársloka 2028.

Valgeir er uppalinn hjá HK og lék með liðinu frá 2018-22, alls 66 deildarleiki og skoraði níu mörk. Hann var einnig um tíma á mála hjá Brentford.

Valgeir samdi við Örebro sumarið 2022. Á síðasta tímabili lék hann 24 leiki í sænsku B-deildinni og skoraði eitt mark.

Í gær keypti Breiðablik Ágúst Orra Þorsteinsson frá Genoa og í dag tilkynntu Blikar um komu Valgeirs. Þá er Stjörnumaðurinn Óli Valur Ómarsson væntanlega á leið til Íslandsmeistaranna.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í þriðja sinn eftir sigur á Víkingi, 0-3, í úrslitaleik 27. október síðastliðinn. Liðið varð einnig meistari 2010 og 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×