Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2024 21:06 Magnús Óli Magnússon var öflugur í kvöld. vísir/Anton Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi. Eftir einkar hraðan og skemmtilegan handbolta í fyrri hálfleik voru Valsmenn fjórum mörkum yfir, 14-18, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Fátt var um fína drætti í varnarleik liðanna og bitnaði það á markvörslu beggja liða. Jafnt var á öllum tölum fram í miðbik fyrri hálfeiks þegar leikmenn Vals náðu undirtökunum. Magnús Óli Magnússon fór fyrir sóknarleik Valsliðsins og Úlfur Páll Monsi Þórðarson nýtti færin sín afar vel bæði úr horninu og af vítalínunni. Valur náði fimm marka forystu í upphafi seinni hálfleiks, 15-20, en þá skelltu Haukar í lás í varnarleik sínum, Aron Rafn Eðvarsson tók við sér og heimamenn löguðu stöðuna. Staðan var 19-21 eftir rúmlega 10 mínútna leik en Haukar náðu að halda Magnúsi Óla betur í skefjum í seinni háflleik en þeim fyrri. Munurinn hélst í kringum tvö til þrjú mörk þar til að Haukar náðu að jafna metin, 27-27, um það tíu mínúum fyrir leikslok. Þar var að verki Birkir Snær Steinsson en þessu öfluga skytta hrökk í gang svo um munar þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Valsarar voru aftur á móti sterkari á svellinu á lokakafla leiksins og innbyrtu að lokum fjögurra marka sigur. Haukar voru sjáfum sér verstir í lokasóknum sínum og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin að hafa ekki náð að láta kné fylgja kviði. FH og Afturelding sem unnu sigra í leikjum sínum í kvöld eru á toppi deildarinnar með 17 stig hvort lið en Valur fylgir síðan fast á hæla þeirra með sín 16 stig. Fram er svo í fjórða sæti með 15 stig og Haukar í því fimmta með 12 stig. Óskar Bjarni Óskarsson var sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir að hún hafi vissulega verið kaflaskipt. vísir/Anton Óskar Bjarni: Innkoma Andra skipti sköpum „Mig grunaði að þessi leikur yrði kaflaskiptur eins og varð raunin. Það var lítil markvarsla hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Þó að Björgvin Páll hafi ekki varið marga bolta þá steig hann upp undir lokin og varði mikilvæga bolta,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „Það var alveg við því að búast að þeir myndu gera áhlaup á okkur enda eru þeir búnir að spila mjög vel í síðustu fimm leikjum sínum. Við misstum í raunin herslumuninn á öllum sviðum um miðbik seinni hálfleiks. Sóknina, hlaupin til baka, vörnina og markvörsluna,“ sagði Óskar Bjarni um þróun leiksins. „Andri Finnsson kom virkilega sterkur inn í vörnina þegar sirka 10 mínútur voru eftir og við breyttum í 5-1 vörn sem gekk vel upp. Agnar Smári og Bjarni frá Selvindi skoruðu svo krúsíal mörk undir lokin og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði hann enn fremur. „Þessi vika hefur verið viðburðarrík. Það var gott að koma því frá að tilkynna um að ég myndi hætta með liðið á mánudaginn og við tóku drottningarviðtöl við mig sem var fínt að klára bara. Ég skil reyndar ekki alveg allt havaríið þar sem ég er ekki að fara frá félaginu og tek örugglega við liðinu aftur áður en langt um líður,“ sagði þessi gallharði Valsari. „Við ýttum svo bara snögglega frá okkur bíóinu undir lokin í leiknum á móti Vardar. Þar gerðist atvik sem gerist svo sjaldan í handbolta að það þýðir ekkert að dvelja við það. Við vorum svekktir að ná ekki að klára þann leik en svo er það bara áfram gakk. Við sýndum það í þessum leik að við erum komnir yfir þau vonbrigði,“ sagði Óskar Bjarni. Ásgeir Örn: Bakslag eftir flottar vikur hjá liðinu „Við vorum mjög soft í varnarleiknum í fyrri hálfleik og náðum engan veginn að framkvæma það sem við lögðum upp með fyrir leikinn framan af leiknum. Það er mín tilfinning að það hafi verið smá þreyta hjá báðum liðum eftir mikla törn og tempóið kannski ekki eins og best verður á kosið . Við snérum hins vegar bökum saman í þeim seinni og förum að spila almennilega vörn. Aron Rafn tók góða bolta sem gaf okkur orku. Það er bara mjög svekkjandi að hafa ekki náð að ýta þessu alla leið í höfn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka vonsvikinn. „Mér fannst mómentið vera með okkur í stöðunni 27-27 og 28-28 en þá töpum við tveimur boltum á mjög klaufalegan hátt og köstum í raun frá okkur sigrinum. Við erum fyrst og fremst mjög svekktir þar sem Valur gaf á sér höggstað og við náðum ekki að nýta það. Þetta setur okkur aðeins frá þeim stað á töflunni þar sem við viljum vera en þetta er langt mót og nóg eftir,“ sagði Ásgeir Örn. „Ef þú hefðir talað við mig fyrir þennan leik hefði ég svarað þér að við værum á flottum stað með liðið en þetta var smá bakslag eftir flottar vikur hjá liðinu. Nú er bara að fara aftur upp á hestinn. Það eru mörg spennandi verkefni fram að jólum sem okkur hlakkar til að takast á við,“ sagði Ásgeir aðspurður um hvort hann væri ánæður með stöðu mála hjá Hauka. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var vonsvikinn að leik loknum.vísir / pawel Atvik leiksins Haukar höfðu lagt mikla orku í það að jafna metin en grýttu leiknum frá sér með tveimur miög klaufalegaum tækfnifeilum undir lok leiksins. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í hinu hraða sporti sem handboltinn er og það kom berlega í ljós á lykilaugnablikum þessa leiks. Stjörnur og skúrkar Agnar Smári Jónsson klippti liðsfélaga sína nokkrum sinnum úr snörunni með sleggjum sínum á lokakafla leiksins. Þegar upp var staðið voru Agnar Smári og Úlfur Páll Monsi markahæstir hjá Valsliðinu með sjö mörk hvor. Andri átti sterkar innkomu í varnarleikinn og Bjarni í sóknarleikinn. Góður liðssigur hjá Valsliðinu sem skiptist á að setja liðið á herðar sínar. Magnús Óli dró vagninn í þeim fyrri en eftirlét svo öðrum að landa sigrinum þegar þrekið þvarr hjá honum. Hjá Haukum var það eins og áður segir Birkir Snær sem tók lyklana hjá heimamönnum þegar mest á reyndi. Þessi öfluga skytta átti hvað eftir annað ekki í miklum vandræðum með að koma sér í gott skotfæri og slúttað skotunum sínum vel. Skarphéðinn Ívar Einarsson átti fínan leik og var yfirvegaður í sínum sóknaraðgeðrum lengstum. Brynjólfur Snær Brynjólfsson nýtti færin sín vel á öllum vígstöðvum. Dómarar leiksins Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson leystu þetta verkefni af stakri fagmennsku eins og þeim er svo sem von og vísa. Leikurinn fékk að fljóta vel og þeir negldu allar ákvarðanir í leik þar sem hart var barist á köflum. Þeir kumpánar fá átta í einkunn fyrir sína frammistöðu. Stemming og umgjörð Það er ekki auðvelt verk að trekkja fólk að á íþróttakappleiki á föstudagskvöldum í aðdraganda aðventuhátíðarinnar. Stuðningsmenn liðanna voru að öllum líkindum margir hverjir í jólahlaðborðum eða happy hour. Þeir sem lögðu leið sína í höllina létu þó vel í sér heyra. Olís-deild karla Haukar Valur
Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi. Eftir einkar hraðan og skemmtilegan handbolta í fyrri hálfleik voru Valsmenn fjórum mörkum yfir, 14-18, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Fátt var um fína drætti í varnarleik liðanna og bitnaði það á markvörslu beggja liða. Jafnt var á öllum tölum fram í miðbik fyrri hálfeiks þegar leikmenn Vals náðu undirtökunum. Magnús Óli Magnússon fór fyrir sóknarleik Valsliðsins og Úlfur Páll Monsi Þórðarson nýtti færin sín afar vel bæði úr horninu og af vítalínunni. Valur náði fimm marka forystu í upphafi seinni hálfleiks, 15-20, en þá skelltu Haukar í lás í varnarleik sínum, Aron Rafn Eðvarsson tók við sér og heimamenn löguðu stöðuna. Staðan var 19-21 eftir rúmlega 10 mínútna leik en Haukar náðu að halda Magnúsi Óla betur í skefjum í seinni háflleik en þeim fyrri. Munurinn hélst í kringum tvö til þrjú mörk þar til að Haukar náðu að jafna metin, 27-27, um það tíu mínúum fyrir leikslok. Þar var að verki Birkir Snær Steinsson en þessu öfluga skytta hrökk í gang svo um munar þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Valsarar voru aftur á móti sterkari á svellinu á lokakafla leiksins og innbyrtu að lokum fjögurra marka sigur. Haukar voru sjáfum sér verstir í lokasóknum sínum og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin að hafa ekki náð að láta kné fylgja kviði. FH og Afturelding sem unnu sigra í leikjum sínum í kvöld eru á toppi deildarinnar með 17 stig hvort lið en Valur fylgir síðan fast á hæla þeirra með sín 16 stig. Fram er svo í fjórða sæti með 15 stig og Haukar í því fimmta með 12 stig. Óskar Bjarni Óskarsson var sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir að hún hafi vissulega verið kaflaskipt. vísir/Anton Óskar Bjarni: Innkoma Andra skipti sköpum „Mig grunaði að þessi leikur yrði kaflaskiptur eins og varð raunin. Það var lítil markvarsla hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Þó að Björgvin Páll hafi ekki varið marga bolta þá steig hann upp undir lokin og varði mikilvæga bolta,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „Það var alveg við því að búast að þeir myndu gera áhlaup á okkur enda eru þeir búnir að spila mjög vel í síðustu fimm leikjum sínum. Við misstum í raunin herslumuninn á öllum sviðum um miðbik seinni hálfleiks. Sóknina, hlaupin til baka, vörnina og markvörsluna,“ sagði Óskar Bjarni um þróun leiksins. „Andri Finnsson kom virkilega sterkur inn í vörnina þegar sirka 10 mínútur voru eftir og við breyttum í 5-1 vörn sem gekk vel upp. Agnar Smári og Bjarni frá Selvindi skoruðu svo krúsíal mörk undir lokin og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði hann enn fremur. „Þessi vika hefur verið viðburðarrík. Það var gott að koma því frá að tilkynna um að ég myndi hætta með liðið á mánudaginn og við tóku drottningarviðtöl við mig sem var fínt að klára bara. Ég skil reyndar ekki alveg allt havaríið þar sem ég er ekki að fara frá félaginu og tek örugglega við liðinu aftur áður en langt um líður,“ sagði þessi gallharði Valsari. „Við ýttum svo bara snögglega frá okkur bíóinu undir lokin í leiknum á móti Vardar. Þar gerðist atvik sem gerist svo sjaldan í handbolta að það þýðir ekkert að dvelja við það. Við vorum svekktir að ná ekki að klára þann leik en svo er það bara áfram gakk. Við sýndum það í þessum leik að við erum komnir yfir þau vonbrigði,“ sagði Óskar Bjarni. Ásgeir Örn: Bakslag eftir flottar vikur hjá liðinu „Við vorum mjög soft í varnarleiknum í fyrri hálfleik og náðum engan veginn að framkvæma það sem við lögðum upp með fyrir leikinn framan af leiknum. Það er mín tilfinning að það hafi verið smá þreyta hjá báðum liðum eftir mikla törn og tempóið kannski ekki eins og best verður á kosið . Við snérum hins vegar bökum saman í þeim seinni og förum að spila almennilega vörn. Aron Rafn tók góða bolta sem gaf okkur orku. Það er bara mjög svekkjandi að hafa ekki náð að ýta þessu alla leið í höfn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka vonsvikinn. „Mér fannst mómentið vera með okkur í stöðunni 27-27 og 28-28 en þá töpum við tveimur boltum á mjög klaufalegan hátt og köstum í raun frá okkur sigrinum. Við erum fyrst og fremst mjög svekktir þar sem Valur gaf á sér höggstað og við náðum ekki að nýta það. Þetta setur okkur aðeins frá þeim stað á töflunni þar sem við viljum vera en þetta er langt mót og nóg eftir,“ sagði Ásgeir Örn. „Ef þú hefðir talað við mig fyrir þennan leik hefði ég svarað þér að við værum á flottum stað með liðið en þetta var smá bakslag eftir flottar vikur hjá liðinu. Nú er bara að fara aftur upp á hestinn. Það eru mörg spennandi verkefni fram að jólum sem okkur hlakkar til að takast á við,“ sagði Ásgeir aðspurður um hvort hann væri ánæður með stöðu mála hjá Hauka. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var vonsvikinn að leik loknum.vísir / pawel Atvik leiksins Haukar höfðu lagt mikla orku í það að jafna metin en grýttu leiknum frá sér með tveimur miög klaufalegaum tækfnifeilum undir lok leiksins. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í hinu hraða sporti sem handboltinn er og það kom berlega í ljós á lykilaugnablikum þessa leiks. Stjörnur og skúrkar Agnar Smári Jónsson klippti liðsfélaga sína nokkrum sinnum úr snörunni með sleggjum sínum á lokakafla leiksins. Þegar upp var staðið voru Agnar Smári og Úlfur Páll Monsi markahæstir hjá Valsliðinu með sjö mörk hvor. Andri átti sterkar innkomu í varnarleikinn og Bjarni í sóknarleikinn. Góður liðssigur hjá Valsliðinu sem skiptist á að setja liðið á herðar sínar. Magnús Óli dró vagninn í þeim fyrri en eftirlét svo öðrum að landa sigrinum þegar þrekið þvarr hjá honum. Hjá Haukum var það eins og áður segir Birkir Snær sem tók lyklana hjá heimamönnum þegar mest á reyndi. Þessi öfluga skytta átti hvað eftir annað ekki í miklum vandræðum með að koma sér í gott skotfæri og slúttað skotunum sínum vel. Skarphéðinn Ívar Einarsson átti fínan leik og var yfirvegaður í sínum sóknaraðgeðrum lengstum. Brynjólfur Snær Brynjólfsson nýtti færin sín vel á öllum vígstöðvum. Dómarar leiksins Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson leystu þetta verkefni af stakri fagmennsku eins og þeim er svo sem von og vísa. Leikurinn fékk að fljóta vel og þeir negldu allar ákvarðanir í leik þar sem hart var barist á köflum. Þeir kumpánar fá átta í einkunn fyrir sína frammistöðu. Stemming og umgjörð Það er ekki auðvelt verk að trekkja fólk að á íþróttakappleiki á föstudagskvöldum í aðdraganda aðventuhátíðarinnar. Stuðningsmenn liðanna voru að öllum líkindum margir hverjir í jólahlaðborðum eða happy hour. Þeir sem lögðu leið sína í höllina létu þó vel í sér heyra.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti