„Þetta hefur verið blóð sviti og tár síðan í júní,“ segir hún en öll miðja hússins skemmdist í bruna í sumar.
Sex verslanir opnuðu á ný í dag. Baldvina segir það hafa verið algert lykilatriði að opna aftur fyrir jólin. Það hafi skipt miklu fyrir gesti og starfsmenn.
„Þetta er mikil hátíð fyrir okkur. Þetta er búið að taka tæpt hálft ár og búið að vera mikið sjokk,“ segir Svava Johansen eigandi NTC en margar af verslunum hennar fóru illa út úr brunanum.
Hún segir mikið gleðiefni að hafa náð að opna aftur í dag.
„Þetta er stór sigur fyrir okkur.“
Hún segir að þau hafi nýtt tækifærið og breytt verslununum en nú er opið á milli fjögurra verslana hennar.