Fótbolti

Al­freð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjöl­skyldu“

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær.
Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær. vísir/Anton

Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag.

Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið.

Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið.

Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans.

„Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“

Greinin er í vinnslu...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×