Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 12:28 Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær. vísir/Anton Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn