Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 09:42 Kosningaauglýsing Gerards Hutch, leiðtoga Hutch-glæpasamtakanna, í Dyflinni á Írlandi. „Við þurfum breytingar og ég er ykkar maður,“ segir í henni. Vísir/Getty Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon. Írland Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon.
Írland Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira