„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:15 Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir alltof stórt tap í Wales í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic/ Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira