„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 21:58 Guðlaugur Victor var svekktur eftir tap kvöldsins. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. „Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
„Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42