Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Björgvin Páll Gústavsson vildi ekki kenna neinum einum um tapað stig í kvöld. Vísir/Anton Brink Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira