Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Eiríkur Rafn Stefánsson, faðir sem verður fyrir áhrifum verkfallsins. vísir/BJarni Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. „Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli. Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli.
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira