Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun