Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar 19. nóvember 2024 18:15 Í Morgunblaðinu þann 5. nóvember birtist grein sem vert er að vekja athygli á. Er þar sýnt fram á hversu grátt skuldarar húsnæðislána eru leiknir af hinum illræmdu Íslandslánum; þessum verðtryggðu starfsævilöngu (40 ár) „jafngreiðslulánum“, sem auðviðað er ekkert annað en rangnefni. Er hér vakin athygli á henni og þeirrri sótsvörtu mynd sem þar blasir við; hvernig allar upphæðir taka stökkbeytingum, margfaldast og tröllríða fjárhag heimilanna. Er það þyngra en tárum taki. Grein þessi er eftir Ole Anton Bieltvedt pistlahöfund á Eyjan/DV, „Skynsemi, þá rétt, en hvaða ?“, sem byggð er á greiðsluseðli nokkrum af húsnæðisláni einu sem allrar athygli er verður. Er það nánast sama grein/pistli, orðrétt, en þó aukin og aukið í, eftir sama höfund á eyjan/DV þann 27. september og aftur á skoðun/visir.is 30. september. DV sló svo Morgunblaðsgreininni upp á eyjan daginn eftir, 6. okt., svo ætla mætti að þetta hafi komist til skila. Þann 1. nóv. birti undirritaður umfjöllun um greindan pistil á skoðun/visir.is sem þar sökk í greinahaf. Þar er að finna nána greiningu á greiðsluseðli þessum og láni og mætti þó auka við því komið er í feitt. Er hér vísað á hana (slá inn á vafrann - „hækkar bara og hækkar“). Þar er einnig slóð á eyjupistil Bieltvedt. Sjá slóðir neðst. Í greinum þessum eru útmálaðar hrikalegar hrakfarir viðkomandi fórnarlambs Íslandsláns, fjölskyldu hans og allra þeirra sem sömu örlögum hafa sætt (megnið af húsnæðislánaskuldurum landsins til skamms tíma – nú ríflega helmings). Er hér vísað í skrif Bieltvedt og verður naumast bætt um betur (sjá slóðir neðst). Enda ekki að furða þar sem ránshendin, sem farið hefur um, er eitraður kokkteill sem svelgir í sig allt eigið fé í húsnæðinu jafnvel úr heimilsbókhaldinu öllu. Ætti fjöldinn að kannst við á eigin skinni hve herfilega hann hefur verið leikinn og komið á kaldann klakann enda eignastaða landans í húsnæði sínu ekki par. Lán þessi kallar Bieltvedt krónulán í krónuhagkerfi og skaðvald þeirra „auka-ofurvexti“ og mætti því kalla slík lán aukaofurvaxtalán. Sjálfsagt er að benda Bieltvedt og öðrum á enn skæðari dæmi af slíkum „auka-okurvaxtalánum“ ef það gæti stuðlað að því að boðskapur hans komist frekar til skila. Árið 1986 komu þessi víðfrægu Íslandslán fyrst til sögunnar; - þessi skelfilega eignasuga. Tveggja milljón króna Íslandslán sem tekið var í ágúst 1987 og dugði fyrir ágætri þriggja herbergja íbúð (100%) samsvarar nú 14,94 milljónum. Hefur sem sagt rúmlega sjöfaldast. Krónan hefur fjölgað sér um 647 %; - eða 7,47 fyrir hverja eina. Það er ívið meira en í dæmi Bieltvedt þar sem krónuæxlunin er 166%; - 2,7 fyrir hverja. Þetta er þá ennþá skæðara „auka-okurvaxtalán“ en í dæmi Bieltvedt. Hvað skyldi fást fyrir húsnæðið nú ? Samkvæmt fasteignaauglýsingum 65 milljónir. Hvað stæði eftir af skuldinni nú þegar þrjú ár eru eftir af lánstímanum, á því skeiði sem hinn „eitraði kokkteill“ , „auka-okurvaxtalánin“, munu fara mestum hamförum því krónurnar verða þá svo margar og miklu miklu fleiri, eins og skjólstæðingur Beiltvedt á í vændum ? Jú það reynist, 287.722 krónur (á nafnvirði ath) x 7,47 = 2.149.283 kr. nú. Það er hvorki meira né minna en 107 % hins upphaflega láns. Skuldin í húsnæðinu sem sagt nú 3,3 % (2,149.283/65.000.000). Slíkur er hann sá bannsetti eitraði kokkteill. Hvað hefur verið greitt fyrir á núvirði ? Jú, 12.790.717 kr. Þar má sjá „auka-okurvextina“í skýru ljósi miðað við „hinar raunverulegur eftirstöðvar“, 14.652.278 = (14.940.000 - 287.722), og allri sinni dýrð. Hver er „eignamyndunin“ ? (65 -14,94)/65 = 75 %. Slíkur er hann bannsettur. Já, vel að merkja; „eignamyndunin“ er í gæsalöppum. Hvaðan kom hún eiginlega !! Ekki er hana að finna á greiðsluseðlinum. Varð hún til af sjálfu sér !! Mánaðar-jafngreiðsla þá 8,609, nú 63.364; nánast eingöngu afborgun (88%); var 100% nú 43%. Slíkur er hann. Það er von að þjóðin stynji. Af hverju valdi Bieltvedt ekki slíkt dæmi til að koma höggi á krónuræksnið og slík ó-lán! Hann hefði getað bætt enn í og til dæmis geta tekið sömu þriggja herbergja íbúð árið 1976 sem dæmi. Slík íbúð kostaði þá 6,5 milljónir gamlar (sem þá flutu á vatni) eða 65 þúsund krónur nýjar en sem sagt nú 65 milljónir. Engin slík lán, Íslandslán, fengust reyndar þá og naumast nokkur; ekki 100 % hvað þá 80 %. Eigi að síður: Krónufjölgunin með slíku láni hefði orðið í nýkrónum (vantar tvö núll; ekki gleyma) 32982 %, eða 330 fyrir hverja, og lánið uppreiknað stæði í 21.568.300 krónum (2.156.830.000 gömlum – krónan ekki mælanleg). Þar hefði Bieltvedt slegið sér upp. „Eignamyndunin“ í húsnæðinu 67% og 200 % af láninu og ekkert greitt fyrir það. Þetta er „náttúruleg stórkostlegur tilfluttnignur á eignum“, „forsendubrestur“ og „eignaupptaka“, beinlínis féfletting. Í stuttu máli gefa opinberar vísbendingar um verðlagþróun, vísitölur verðlags, launa og húsnæðis, til kynna að svo sé komið stöðu viðkomandi í dæmi Bieltvedt (lánið var tekið í bólubyrjun, nóv. 2004) að eignastaðan í húsnæðinu, sem mun hafa verið með 100 % láni, sé nú 63 %, (þar af svokölluð „eignamyndun“ 47 %), og greiðslubyrðin 67 %. Það er að vonum því, eins og Bieltvedt segir, þá skila skuldirnar engu meiru; - engu meiru raunvirði eins og vera ætti. Já, þetta er mikil hörmungarsaga hjá þessum manni sem Bieltvedt hefur tekið upp á arma sína og öllum hinum fyrr og síðar. Og svona mætti tína til um óskapnaðinn og er þó ekki hálf sagan sögð. Sé misfarið með tölur og túlkun, óskast ábendingar um það. Er hér að lokum komið sérstökum þökkum til Bieltvedt fyrir að koma þessum greiðsluseðli fyrir almannasjónir. Þess hefur lengi verið saknað að vitnað yrði með raunverulegu dæmi um þessa píslargöngu. Er til nokkurs að nefna holaða krónu eða þá jafnvirði ! ES: grein þessi fékkst ekki birt í Morgunblaðinu, þó gefin væri ádráttur um það þó hún sé ívið fram yfir lengdartakmörkun blaðsins. (hér ögn lengri) Set með töflur um þau dæmi sem eru í grein þessari. Að auki er dæmi frá des. 2007 í bólulok, þremur árum síðar en dæmi Bieltvedt frá nóv. 2004. Dæmið um lán frá 1976 þegar ekki voru til staðar lán af þessu tagi er fyrst og fremt til samanburðar ef svo hefði verið. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Þróun verðtryggðra jafngreiðslulána frá 2005-07 - HÞ Þróun verðtryggðra jafngreiðslulán fyrri tíð - tafla - dæmin í greininni Slóðir: grein/greinar Ole Anton Bieltvedt: 23. september 2024www.dv.is/eyjan/2024/9/23/ole-anton-bieltvedt-skrifar-tjullad-thjodfelag/ skoðun/visir.is 30. septemberwww.visir.is/g/20242627757d/gedveiki-kronuhagkerfisins-tok-35-milljon-krona-lan-buinn-ad-greida-til-baka-91-milljon-skuldar-samt-enn-64-milljonir- Morgunblaðsgreinina má komast í hér gegn smálegu gjaldi: www.mbl.is/mogginn/bladid/kaupa_vikupassa/?target=2024-11-05/2024-11-05-all.pdf grein undirritaðs:www.visir.is/g/20242643645d/-haekkar-bara-og-haekkar- Höfundur er skuldari Íslandslána um áratugi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu þann 5. nóvember birtist grein sem vert er að vekja athygli á. Er þar sýnt fram á hversu grátt skuldarar húsnæðislána eru leiknir af hinum illræmdu Íslandslánum; þessum verðtryggðu starfsævilöngu (40 ár) „jafngreiðslulánum“, sem auðviðað er ekkert annað en rangnefni. Er hér vakin athygli á henni og þeirrri sótsvörtu mynd sem þar blasir við; hvernig allar upphæðir taka stökkbeytingum, margfaldast og tröllríða fjárhag heimilanna. Er það þyngra en tárum taki. Grein þessi er eftir Ole Anton Bieltvedt pistlahöfund á Eyjan/DV, „Skynsemi, þá rétt, en hvaða ?“, sem byggð er á greiðsluseðli nokkrum af húsnæðisláni einu sem allrar athygli er verður. Er það nánast sama grein/pistli, orðrétt, en þó aukin og aukið í, eftir sama höfund á eyjan/DV þann 27. september og aftur á skoðun/visir.is 30. september. DV sló svo Morgunblaðsgreininni upp á eyjan daginn eftir, 6. okt., svo ætla mætti að þetta hafi komist til skila. Þann 1. nóv. birti undirritaður umfjöllun um greindan pistil á skoðun/visir.is sem þar sökk í greinahaf. Þar er að finna nána greiningu á greiðsluseðli þessum og láni og mætti þó auka við því komið er í feitt. Er hér vísað á hana (slá inn á vafrann - „hækkar bara og hækkar“). Þar er einnig slóð á eyjupistil Bieltvedt. Sjá slóðir neðst. Í greinum þessum eru útmálaðar hrikalegar hrakfarir viðkomandi fórnarlambs Íslandsláns, fjölskyldu hans og allra þeirra sem sömu örlögum hafa sætt (megnið af húsnæðislánaskuldurum landsins til skamms tíma – nú ríflega helmings). Er hér vísað í skrif Bieltvedt og verður naumast bætt um betur (sjá slóðir neðst). Enda ekki að furða þar sem ránshendin, sem farið hefur um, er eitraður kokkteill sem svelgir í sig allt eigið fé í húsnæðinu jafnvel úr heimilsbókhaldinu öllu. Ætti fjöldinn að kannst við á eigin skinni hve herfilega hann hefur verið leikinn og komið á kaldann klakann enda eignastaða landans í húsnæði sínu ekki par. Lán þessi kallar Bieltvedt krónulán í krónuhagkerfi og skaðvald þeirra „auka-ofurvexti“ og mætti því kalla slík lán aukaofurvaxtalán. Sjálfsagt er að benda Bieltvedt og öðrum á enn skæðari dæmi af slíkum „auka-okurvaxtalánum“ ef það gæti stuðlað að því að boðskapur hans komist frekar til skila. Árið 1986 komu þessi víðfrægu Íslandslán fyrst til sögunnar; - þessi skelfilega eignasuga. Tveggja milljón króna Íslandslán sem tekið var í ágúst 1987 og dugði fyrir ágætri þriggja herbergja íbúð (100%) samsvarar nú 14,94 milljónum. Hefur sem sagt rúmlega sjöfaldast. Krónan hefur fjölgað sér um 647 %; - eða 7,47 fyrir hverja eina. Það er ívið meira en í dæmi Bieltvedt þar sem krónuæxlunin er 166%; - 2,7 fyrir hverja. Þetta er þá ennþá skæðara „auka-okurvaxtalán“ en í dæmi Bieltvedt. Hvað skyldi fást fyrir húsnæðið nú ? Samkvæmt fasteignaauglýsingum 65 milljónir. Hvað stæði eftir af skuldinni nú þegar þrjú ár eru eftir af lánstímanum, á því skeiði sem hinn „eitraði kokkteill“ , „auka-okurvaxtalánin“, munu fara mestum hamförum því krónurnar verða þá svo margar og miklu miklu fleiri, eins og skjólstæðingur Beiltvedt á í vændum ? Jú það reynist, 287.722 krónur (á nafnvirði ath) x 7,47 = 2.149.283 kr. nú. Það er hvorki meira né minna en 107 % hins upphaflega láns. Skuldin í húsnæðinu sem sagt nú 3,3 % (2,149.283/65.000.000). Slíkur er hann sá bannsetti eitraði kokkteill. Hvað hefur verið greitt fyrir á núvirði ? Jú, 12.790.717 kr. Þar má sjá „auka-okurvextina“í skýru ljósi miðað við „hinar raunverulegur eftirstöðvar“, 14.652.278 = (14.940.000 - 287.722), og allri sinni dýrð. Hver er „eignamyndunin“ ? (65 -14,94)/65 = 75 %. Slíkur er hann bannsettur. Já, vel að merkja; „eignamyndunin“ er í gæsalöppum. Hvaðan kom hún eiginlega !! Ekki er hana að finna á greiðsluseðlinum. Varð hún til af sjálfu sér !! Mánaðar-jafngreiðsla þá 8,609, nú 63.364; nánast eingöngu afborgun (88%); var 100% nú 43%. Slíkur er hann. Það er von að þjóðin stynji. Af hverju valdi Bieltvedt ekki slíkt dæmi til að koma höggi á krónuræksnið og slík ó-lán! Hann hefði getað bætt enn í og til dæmis geta tekið sömu þriggja herbergja íbúð árið 1976 sem dæmi. Slík íbúð kostaði þá 6,5 milljónir gamlar (sem þá flutu á vatni) eða 65 þúsund krónur nýjar en sem sagt nú 65 milljónir. Engin slík lán, Íslandslán, fengust reyndar þá og naumast nokkur; ekki 100 % hvað þá 80 %. Eigi að síður: Krónufjölgunin með slíku láni hefði orðið í nýkrónum (vantar tvö núll; ekki gleyma) 32982 %, eða 330 fyrir hverja, og lánið uppreiknað stæði í 21.568.300 krónum (2.156.830.000 gömlum – krónan ekki mælanleg). Þar hefði Bieltvedt slegið sér upp. „Eignamyndunin“ í húsnæðinu 67% og 200 % af láninu og ekkert greitt fyrir það. Þetta er „náttúruleg stórkostlegur tilfluttnignur á eignum“, „forsendubrestur“ og „eignaupptaka“, beinlínis féfletting. Í stuttu máli gefa opinberar vísbendingar um verðlagþróun, vísitölur verðlags, launa og húsnæðis, til kynna að svo sé komið stöðu viðkomandi í dæmi Bieltvedt (lánið var tekið í bólubyrjun, nóv. 2004) að eignastaðan í húsnæðinu, sem mun hafa verið með 100 % láni, sé nú 63 %, (þar af svokölluð „eignamyndun“ 47 %), og greiðslubyrðin 67 %. Það er að vonum því, eins og Bieltvedt segir, þá skila skuldirnar engu meiru; - engu meiru raunvirði eins og vera ætti. Já, þetta er mikil hörmungarsaga hjá þessum manni sem Bieltvedt hefur tekið upp á arma sína og öllum hinum fyrr og síðar. Og svona mætti tína til um óskapnaðinn og er þó ekki hálf sagan sögð. Sé misfarið með tölur og túlkun, óskast ábendingar um það. Er hér að lokum komið sérstökum þökkum til Bieltvedt fyrir að koma þessum greiðsluseðli fyrir almannasjónir. Þess hefur lengi verið saknað að vitnað yrði með raunverulegu dæmi um þessa píslargöngu. Er til nokkurs að nefna holaða krónu eða þá jafnvirði ! ES: grein þessi fékkst ekki birt í Morgunblaðinu, þó gefin væri ádráttur um það þó hún sé ívið fram yfir lengdartakmörkun blaðsins. (hér ögn lengri) Set með töflur um þau dæmi sem eru í grein þessari. Að auki er dæmi frá des. 2007 í bólulok, þremur árum síðar en dæmi Bieltvedt frá nóv. 2004. Dæmið um lán frá 1976 þegar ekki voru til staðar lán af þessu tagi er fyrst og fremt til samanburðar ef svo hefði verið. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Þróun verðtryggðra jafngreiðslulána frá 2005-07 - HÞ Þróun verðtryggðra jafngreiðslulán fyrri tíð - tafla - dæmin í greininni Slóðir: grein/greinar Ole Anton Bieltvedt: 23. september 2024www.dv.is/eyjan/2024/9/23/ole-anton-bieltvedt-skrifar-tjullad-thjodfelag/ skoðun/visir.is 30. septemberwww.visir.is/g/20242627757d/gedveiki-kronuhagkerfisins-tok-35-milljon-krona-lan-buinn-ad-greida-til-baka-91-milljon-skuldar-samt-enn-64-milljonir- Morgunblaðsgreinina má komast í hér gegn smálegu gjaldi: www.mbl.is/mogginn/bladid/kaupa_vikupassa/?target=2024-11-05/2024-11-05-all.pdf grein undirritaðs:www.visir.is/g/20242643645d/-haekkar-bara-og-haekkar- Höfundur er skuldari Íslandslána um áratugi
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar