Ólíklegt að gjósi í nóvember Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2024 15:10 Ekki er talið að nægur þrýstingur hafi byggst upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að gjósi í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira