Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um fasteignir í Grindavík á meðan jarðhræringar gera íbúum ókleift að búa í þeim. Vísir/Vilhelm Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána. Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána.
Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent