Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:26 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir.
Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira