Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 08:46 Gisele Pelicot ásamt eldri börnum sínum, Caroline og David. Getty/Arnold Jerocki Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira