Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 19:02 Thelma Ósk Herbertsdóttir fyrir framan heimilið sitt sem varð eldsvoða að bráð. Vísir/Bjarni Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“ Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“
Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira