Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2024 13:34 Gísli Herjólfsson og Trausti Þórmundsson munu saman gegna stöðu forstjóra. Controlant Fimmtíu manns hefur verið sagt upp hjá Controlant og hefur Trausti Þórmundsson verið ráðinn forstjóri félagsins. Félagið verður því með tvo forstjóri en Trausti mun stýra félaginu ásamt Gísla Herjólfssyni, forstjóra og meðstofnanda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Controlant. Þar segir að ráðist hafi verið i breytingar á framkvæmdastjórn félagins og fækkun starfsfólks samhliða breyttum áherslum og einfaldara skipuriti. Nýlega hafi félagið lokið 35 milljón dala fjármögnun og muni skipulagsbreytingarnar styðja enn frekar við framtíðaráform félagsins um sjálfbæran vöxt. Uppsagnir þvert á öll svið félagsins Fram kemur að Controlant hafi undanfarin misseri unnið að því að laga starfsemina að markaðsaðstæðum, og ræðst nú í næsta áfanga á þeirri vegferð. „Ýmsar breytingar verða gerðar í samræmi við áherslur í stefnu félagsins sem miða að því að skerpa á markaðsstöðu, og einfalda og bæta rekstur. Controlant mun leggja áherslu á meiri snerpu í nýsköpun og stefnumótandi samstarf í líftæknigeiranum til þess að geta þjónustað enn breiðari hóp viðskiptavina innan aðfangakeðju lyfja með rauntímavöktunarlausnum. Félagið hefur gripið til markvissra hagræðingaaðgerða en til þess að draga enn frekar úr kostnaði og einfalda skipuritið mun starfsfólki Controlant fækka um 50 þvert á öll svið félagsins. Til þess að auka skilvirkni, mun millistjórnendum einnig fækka. Eftir breytinguna starfa 230 hjá félaginu á fimm starfstöðvum á Íslandi, í Danmörku, Hollandi, Póllandi, og Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni. Trausti og Gísli leiða Controlant sem forstjórar Ennfrekmur segir að Trausti Þórmundsson hafi verið ráðinn forstjóri félagsins og mui hann ásamt Gísla Herjólfssyni, forstjóra og meðstofnanda, leiða Controlant og verði félagið þannig leitt af tveimur forstjórum. „Trausti er meðstofnandi Controlant og hefur setið í stjórn síðan 2007. Trausti hefur víðtæka reynslu sem leiðtogi í tæknigeiranum í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sem framkvæmdastjóri hjá Conexant, Synaptics, og Google hefur hann leitt alþjóðleg tækniteymi við þróun og markaðssetningu á nýjum tæknilausnum. Trausti mun stíga úr stjórn Controlant í síðasta lagi á aðalfundi félagsins 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Trausta að hann hafi alla tíð haft mikla trú á sýn Controlant um að umbylta aðfangakeðju lyfja, tryggja öryggi sjúklinga og útrýma sóun við hvert skref og tækifærin sem búa í tækni félagsins við að gera þá sýn að veruleika. „Ég hlakka til þess að taka við nýju hlutverki og leiða félagið áfram til árangurs í nánu og traustu samstarfi við Gísla og öflugan hóp starfsfólks,“ segir Trausti. Áslaug og Erlingur nýir framkvæmdastjórar Einnig hefur verið tilkynnt að Áslaug Hafsteinsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og muni stýra innleiðingu nýrra viðskiptavina, þjónustumiðstöðvum á Íslandi, í Hollandi og í Bandaríkjunum og rekstri alþjóðlegra viðskiptavina. Áslaug gekk til liðs við Controlant árið 2022 og sinnti nýlegast hlutverki sviðstjóra rekstrarsviðs. Áslaug hefur yfir 15 ára reynslu sem leiðtogi í hugbúnaðargeiranum og býr yfir mikilli þekkingu á sviði hugbúnaðargerðar, gagnagreiningar og rekstri. Þá hafi Erlingur Brynjúlfsson snúið aftur í hlutverk framkvæmdastjóra tæknisviðs en hann hafi tímabundið verið framkvæmdastjóri stefnumótunar. Hann mun stýra tæknisviði Controlant með áherslu á styrkja enn frekar tæknilegar stoðir félagsins. Erlingur er meðstofnandi Controlant og hefur verið hjá félaginu frá upphafi og byggt upp tæknilega innviði þess. Auka tekjuvöxt Í tilkynningunni er haft eftir Søren Skou, stjórnarformanni Controlant, að það sé félaginu ánægja að ráða Trausta sem forstjóra við hlið Gísla í nýju skipuriti. „Trausti hefur farið með mikilvægt hlutverk í stjórnartíð sinni og við erum þess fullviss að Gísli og Trausti muni veita félaginu sterka forystu. Saman munu þeir sækja fram á ört vaxandi markaði og halda áfram að byggja upp stoðir félagsins. Breytingarnar á framkvæmdastjórn styðja við framkvæmd á stefnu félagsins þar sem framúrskarandi þjónusta til viðskiptavina og markviss vöruþróun eru í brennidepli, með það markmið að auka tekjuvöxt á komandi árum,“ er haft eftir Skou. Controlant er fyrirtæki sem er leiðandi á sviði rauntímavöktunar fyrir aðfangakeðju lyfja. Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Controlant Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun. 18. nóvember 2024 12:36 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Controlant. Þar segir að ráðist hafi verið i breytingar á framkvæmdastjórn félagins og fækkun starfsfólks samhliða breyttum áherslum og einfaldara skipuriti. Nýlega hafi félagið lokið 35 milljón dala fjármögnun og muni skipulagsbreytingarnar styðja enn frekar við framtíðaráform félagsins um sjálfbæran vöxt. Uppsagnir þvert á öll svið félagsins Fram kemur að Controlant hafi undanfarin misseri unnið að því að laga starfsemina að markaðsaðstæðum, og ræðst nú í næsta áfanga á þeirri vegferð. „Ýmsar breytingar verða gerðar í samræmi við áherslur í stefnu félagsins sem miða að því að skerpa á markaðsstöðu, og einfalda og bæta rekstur. Controlant mun leggja áherslu á meiri snerpu í nýsköpun og stefnumótandi samstarf í líftæknigeiranum til þess að geta þjónustað enn breiðari hóp viðskiptavina innan aðfangakeðju lyfja með rauntímavöktunarlausnum. Félagið hefur gripið til markvissra hagræðingaaðgerða en til þess að draga enn frekar úr kostnaði og einfalda skipuritið mun starfsfólki Controlant fækka um 50 þvert á öll svið félagsins. Til þess að auka skilvirkni, mun millistjórnendum einnig fækka. Eftir breytinguna starfa 230 hjá félaginu á fimm starfstöðvum á Íslandi, í Danmörku, Hollandi, Póllandi, og Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni. Trausti og Gísli leiða Controlant sem forstjórar Ennfrekmur segir að Trausti Þórmundsson hafi verið ráðinn forstjóri félagsins og mui hann ásamt Gísla Herjólfssyni, forstjóra og meðstofnanda, leiða Controlant og verði félagið þannig leitt af tveimur forstjórum. „Trausti er meðstofnandi Controlant og hefur setið í stjórn síðan 2007. Trausti hefur víðtæka reynslu sem leiðtogi í tæknigeiranum í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sem framkvæmdastjóri hjá Conexant, Synaptics, og Google hefur hann leitt alþjóðleg tækniteymi við þróun og markaðssetningu á nýjum tæknilausnum. Trausti mun stíga úr stjórn Controlant í síðasta lagi á aðalfundi félagsins 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Trausta að hann hafi alla tíð haft mikla trú á sýn Controlant um að umbylta aðfangakeðju lyfja, tryggja öryggi sjúklinga og útrýma sóun við hvert skref og tækifærin sem búa í tækni félagsins við að gera þá sýn að veruleika. „Ég hlakka til þess að taka við nýju hlutverki og leiða félagið áfram til árangurs í nánu og traustu samstarfi við Gísla og öflugan hóp starfsfólks,“ segir Trausti. Áslaug og Erlingur nýir framkvæmdastjórar Einnig hefur verið tilkynnt að Áslaug Hafsteinsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og muni stýra innleiðingu nýrra viðskiptavina, þjónustumiðstöðvum á Íslandi, í Hollandi og í Bandaríkjunum og rekstri alþjóðlegra viðskiptavina. Áslaug gekk til liðs við Controlant árið 2022 og sinnti nýlegast hlutverki sviðstjóra rekstrarsviðs. Áslaug hefur yfir 15 ára reynslu sem leiðtogi í hugbúnaðargeiranum og býr yfir mikilli þekkingu á sviði hugbúnaðargerðar, gagnagreiningar og rekstri. Þá hafi Erlingur Brynjúlfsson snúið aftur í hlutverk framkvæmdastjóra tæknisviðs en hann hafi tímabundið verið framkvæmdastjóri stefnumótunar. Hann mun stýra tæknisviði Controlant með áherslu á styrkja enn frekar tæknilegar stoðir félagsins. Erlingur er meðstofnandi Controlant og hefur verið hjá félaginu frá upphafi og byggt upp tæknilega innviði þess. Auka tekjuvöxt Í tilkynningunni er haft eftir Søren Skou, stjórnarformanni Controlant, að það sé félaginu ánægja að ráða Trausta sem forstjóra við hlið Gísla í nýju skipuriti. „Trausti hefur farið með mikilvægt hlutverk í stjórnartíð sinni og við erum þess fullviss að Gísli og Trausti muni veita félaginu sterka forystu. Saman munu þeir sækja fram á ört vaxandi markaði og halda áfram að byggja upp stoðir félagsins. Breytingarnar á framkvæmdastjórn styðja við framkvæmd á stefnu félagsins þar sem framúrskarandi þjónusta til viðskiptavina og markviss vöruþróun eru í brennidepli, með það markmið að auka tekjuvöxt á komandi árum,“ er haft eftir Skou. Controlant er fyrirtæki sem er leiðandi á sviði rauntímavöktunar fyrir aðfangakeðju lyfja.
Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Controlant Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun. 18. nóvember 2024 12:36 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Uppsagnir hjá Controlant Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun. 18. nóvember 2024 12:36