Draumur Kansas City dó í Buffalo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Josh Allen, leikstjórnandi Bills, öskrar af fögnuði eftir að hafa klárað leikinn í nótt á stórkostlegan hátt. vísir/getty Það er ljóst að NFL-meistarar Kansas City Chiefs fara ekki taplausir í gegnum tímabilið en liðið tapaði loksins leik í nótt. Þá sótti Kansas lið Buffalo Bills heim. Leikir liðanna í gegnum tíðina hafa verið stórkostlegir og engin breyting varð á því í nótt. Buffalo vann afar dramatískan sigur, 30-21. Það var leikstjórnandi Bills, Josh Allen, sem kláraði leikinn með ótrúlegum hætti. Liðið var á fjórðu tilraun og átti tvo jarda eftir til þess að fá endurnýjun. Liðið aðeins tveimur stigum yfir og rúmar tvær mínútur eftir af klukkunni. Vallarmark hefði gert það að verkum að liðið væri aðeins fimm stigum yfir og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, hefði getað unnið leikinn með snertimarki. Put the team on his back. @JoshAllenQB📺: #KCvsBUF on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO8ZBqG pic.twitter.com/8kbW3A8o5y— NFL (@NFL) November 18, 2024 Bills vildi alls ekki koma sér í þá stöðu og lét því vaða á fjórðu tilraun. Það var frábær hugmynd því Allen hljóp með boltann rúma 30 jarda alla leið inn í endamarkið og kláraði dæmið. Einhverjir sáu fyrir sér að Chiefs færi ósigrað í gegnum tímabilið en það hefur aðeins einu sinni verið gert. Það var lið Miami Dolphins árið 1972 sem gerði það. Enn er bið á að einhver leiki það afrek eftir. Úrslit helgarinnar: Philadelphia - Washington 26-18 Chicago - Green Bay 19-20 Detroit - Jacksonville 52-6 Tennessee - Minnesota 13-23 Miami - Las Vegas 34-19 New England - LA Rams 22-28 New Orleans - Cleveland 35-14 NY Jets - Indianapolis 27-28 Pittsburgh - Baltimore 18-16 Denver - Atlanta 38-6 San Francisco - Seattle 17-20 Buffalo - Kansas City 30-21 LA Chargers - Cincinnati 34-27 Í nótt: Dallas - Houston NFL Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas Sjá meira
Þá sótti Kansas lið Buffalo Bills heim. Leikir liðanna í gegnum tíðina hafa verið stórkostlegir og engin breyting varð á því í nótt. Buffalo vann afar dramatískan sigur, 30-21. Það var leikstjórnandi Bills, Josh Allen, sem kláraði leikinn með ótrúlegum hætti. Liðið var á fjórðu tilraun og átti tvo jarda eftir til þess að fá endurnýjun. Liðið aðeins tveimur stigum yfir og rúmar tvær mínútur eftir af klukkunni. Vallarmark hefði gert það að verkum að liðið væri aðeins fimm stigum yfir og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, hefði getað unnið leikinn með snertimarki. Put the team on his back. @JoshAllenQB📺: #KCvsBUF on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO8ZBqG pic.twitter.com/8kbW3A8o5y— NFL (@NFL) November 18, 2024 Bills vildi alls ekki koma sér í þá stöðu og lét því vaða á fjórðu tilraun. Það var frábær hugmynd því Allen hljóp með boltann rúma 30 jarda alla leið inn í endamarkið og kláraði dæmið. Einhverjir sáu fyrir sér að Chiefs færi ósigrað í gegnum tímabilið en það hefur aðeins einu sinni verið gert. Það var lið Miami Dolphins árið 1972 sem gerði það. Enn er bið á að einhver leiki það afrek eftir. Úrslit helgarinnar: Philadelphia - Washington 26-18 Chicago - Green Bay 19-20 Detroit - Jacksonville 52-6 Tennessee - Minnesota 13-23 Miami - Las Vegas 34-19 New England - LA Rams 22-28 New Orleans - Cleveland 35-14 NY Jets - Indianapolis 27-28 Pittsburgh - Baltimore 18-16 Denver - Atlanta 38-6 San Francisco - Seattle 17-20 Buffalo - Kansas City 30-21 LA Chargers - Cincinnati 34-27 Í nótt: Dallas - Houston
Úrslit helgarinnar: Philadelphia - Washington 26-18 Chicago - Green Bay 19-20 Detroit - Jacksonville 52-6 Tennessee - Minnesota 13-23 Miami - Las Vegas 34-19 New England - LA Rams 22-28 New Orleans - Cleveland 35-14 NY Jets - Indianapolis 27-28 Pittsburgh - Baltimore 18-16 Denver - Atlanta 38-6 San Francisco - Seattle 17-20 Buffalo - Kansas City 30-21 LA Chargers - Cincinnati 34-27 Í nótt: Dallas - Houston
NFL Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas Sjá meira