Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar 18. nóvember 2024 07:45 Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun