Fox setti félagsmet hjá Sacramento þegar hann skoraði sextíu stig í 126-130 tapi fyrir Minnesota Timberwolves í fyrrinótt. Hann fylgdi því svo eftir með því með því að skora 49 stig í 121-117 sigri á Utah Jazz í nótt.
DE'AARON FOX GOES OFF... AGAIN.
— NBA (@NBA) November 17, 2024
🦊 49 PTS
🦊 9 AST
🦊 @SacramentoKings W https://t.co/ZUspeioaIm pic.twitter.com/7vZtomDlrN
Sacramento var án DeMars DeRozan, Domantas Sabonis og Maliks Monk í leiknum gegn Utah. Það kom ekki að sök því Fox var óstöðvandi. Hann hitti úr sextán af þrjátíu skotum sínum og skoraði fjórtán stig af vítalínunni. Auk þess að skora 49 stig gaf Fox níu stoðsendingar.
Í síðustu tveimur leikjum skoraði Fox samtals 38 körfur í 65 tilraunum, þar af voru níu þriggja stiga körfur, og bætti við 24 stigum úr vítum.
De'Aaron Fox's last two games 🦊 ⤵️:
— Sacramento Kings (@SacramentoKings) November 17, 2024
👑 109 PTS
👑 16 AST
👑 58% FG
🔥🔥🔥🔥🔥 pic.twitter.com/BXIInYHwhW
Fox er annar leikmaður Sacramento sem skorar hundrað stig eða meira í tveimur leikjum í röð en DeMarcus Cousins skoraði samtals 104 stig fyrir átta árum.
Fox er jafnframt þriðji leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar samtals 109 stig eða meira tvo daga í röð. Kobe Bryant náði því einu sinni og Wilt Chamberlain sautján sinnum.
DE'AARON FOX IS HAVING HIMSELF AN UNREAL WEEKEND 🔥
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 17, 2024
His 109 points is the most over a 2-day span since Kobe Bryant in 2007. pic.twitter.com/5ZKzdJafnK
Hinn 26 ára Fox er níundi stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 27,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig með 5,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar í leik og skotnýting hans er 50,6 prósent.
Sacramento er í 7. sæti Vesturdeildarinnar með átta sigra og sex töp.