Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 22:34 Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun