Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 14:28 Vegasamgöngur eru stærsti flokkur losunar á beinni ábyrgð Íslands. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira