„Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:16 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Álftanes vann Grindavík 90-88 í háspennuleik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en vildi þó ekki meina að liðið hafi átt eitthvað inni eftir að hafa tapað tveimur leikjum í framlengingu. „Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira