„Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:16 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Álftanes vann Grindavík 90-88 í háspennuleik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en vildi þó ekki meina að liðið hafi átt eitthvað inni eftir að hafa tapað tveimur leikjum í framlengingu. „Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
„Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira