Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2024 22:33 Nýja brúin yfir Þorskafjörð var opnuð umferð fyrir einu ári. Lokaáfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, smíði samskonar brúa yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, bíður útboðs. Egill Aðalsteinsson Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá óvissu sem ríkt hefur um samgönguáætlun allt þetta ár. Eftir að ríkisstjórnin sprakk í síðasta mánuði varð fljótlega ljóst að samgönguáætlun yrði ekki lögð fram á yfirstandandi þingi en henni var ætlað að marka nákvæma forgangsröðun í vegagerð á næstu árum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar, sem lagt var fram á Alþingi í kvöld fyrir 2. umræðu fjárlaga, er þess hins vegar freistað að gefa leiðbeiningar um hvað hægt sé að bjóða út á næsta ári og rjúfa þannig fjórtán mánaða útboðsstopp Vegagerðarinnar. Jafnframt liggur fyrir breytingartillaga frá ríkisstjórninni sem ætlað er að gera Vegagerðinni kleift að semja um smíði Ölfusárbrúar. Helstu verkefni sem til stóð að hefjast handa við á þessu ári en legið hafa í salti eru: Fossvogsbrú, Vesturlandsvegur um Kjalarnes, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og nýr vegur um Brekknaheiði. Meginástæðan er fjárskortur meðal annars vegna þess að ófjármagnað Hornafjarðarfljót sogaði til sín fjárveitingar frá öðrum verkum. Vegarkaflinn af Dynjandisheiði og niður í Dynjandisvog er meðal þeirra sem legið hafa í salti hjá Vegagerðinni.Vegagerðin „Sökum þess hve kosningar til Alþingis fara fram á óvenjulegum tíma hefur ekki tekist að leggja nýja samgönguáætlun til fimm ára fyrir Alþingi. Þar með er nákvæm forgangsröðun verkefna ekki til staðar í þingskjölum,“ segir í nefndarálitinu. Nefndin bendir á að í samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, sem fellur úr gildi núna um áramótin, liggi fyrir forgangsröðun verkefna sem dregist hafi að ljúka. Þar að auki liggi fyrir langtímasamgönguáætlun til ársins 2034. „Ekkert er því til fyrirstöðu að Vegagerðin, í samráði við innviðaráðuneyti, geti gert samninga við verktaka eins og í hefðbundnu árferði,“ segir nefndin ennfremur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu innan úr stjórnkerfinu er svigrúm Vegagerðarinnar til nýrra útboða þó áfram skert sökum þess að Hornafjarðarfljót mun áfram taka til sín fjármuni á næsta ári sem markaðir voru öðrum verkum. Teikning af nýju leiðinni um Hornafjörð.Vegagerðin En hvaða verkefnum verður þá hægt að vinna að á árinu 2025? Meirihluti fjárlaganefndar gefur þetta svar: „Veigamestu framkvæmdir verða á Vestfjörðum, m.a. á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, á Reykjanesbraut og á hringvegi um Hornafjarðarfljót. Í áætlunum er gert ráð fyrir því að þeim framkvæmdum ljúki að mestu árið 2025 og því verði aukið svigrúm til nýrra verkefna árið 2026. Nefndin gerir ráð fyrir því að þá liggi fyrir samþykkt samgönguáætlun til fimm ára.“ Þarna eru fjögur verkefni tilgreind. Tvö þeirra, Dynjandisheiði og Gufudalssveit, eru stopp og bíða útboðs. Hin tvö, Reykjanesbraut og Hornafjarðarfljót, eru í fullum gangi og ekki þörf á frekari útboðum vegna þeirra. Vegagerðin er búin að bjóða út gerð landfyllinga vegna Fossvogsbrúar. Óvissa er um hvenær sjálf brúarsmíðin verður boðin út.Vegagerðin Engin lína er gefin í nefndarálitinu um hvort hægt verði að fara á fullt í önnur stórverkefni á næsta ári, eins og Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eða Brekknaheiði. Ekki er minnst á jarðgöng. Meirihluti fjárlaganefndar fjallar einnig í áliti sínu um breyttar forsendur vegna Ölfusárbrúar. Verkefnið er búið að vera strand vegna þess að ríkisábyrgðasjóður efast um að veggjöld dugi til að greiða brúna að fullu, eins og gerð er krafa um í heimildargrein fjárlaga. Fyrir liggur breytingartillaga frá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármála- og efnahagsráðherra í bandorminum svokallaða þess efnis að það dugi að vegtollar borgi bara helming kostnaðar og að það megi borga hinn helminginn með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Alþingi breytingartillögu við bandorminn getur Vegagerðin skrifað undir verksamning um smíði Ölfusárbrúar.Vegagerðin Um þessa breytingartillögu ráðherrans segir fjárlaganefnd: „Þar kemur fram að framkvæmdin geti ekki hafist nema Alþingi samþykki nýja heimild. Þá er rétt að halda því til haga að eftir sem áður er brýnt að veggjöld standi undir kostnaði að langmestu leyti. Meirihlutinn telur ekki viðunandi að miða við 50% af heildarkostnaði framkvæmdar eins og þó er gefinn ádráttur um í ákvæði til bráðabirgða. Þess í stað verði miðað við það að innheimta allan áfallinn kostnað með veggjöldum. Þá bendir meirihlutinn á nauðsyn heildarendurskoðunar laga um samvinnuverkefni í ljósi reynslu af byggingu brúar yfir Hornafjarðarfljót og Ölfusá,“ segir í nefndarálitinu sem dreift var á Alþingi í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld: Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá óvissu sem ríkt hefur um samgönguáætlun allt þetta ár. Eftir að ríkisstjórnin sprakk í síðasta mánuði varð fljótlega ljóst að samgönguáætlun yrði ekki lögð fram á yfirstandandi þingi en henni var ætlað að marka nákvæma forgangsröðun í vegagerð á næstu árum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar, sem lagt var fram á Alþingi í kvöld fyrir 2. umræðu fjárlaga, er þess hins vegar freistað að gefa leiðbeiningar um hvað hægt sé að bjóða út á næsta ári og rjúfa þannig fjórtán mánaða útboðsstopp Vegagerðarinnar. Jafnframt liggur fyrir breytingartillaga frá ríkisstjórninni sem ætlað er að gera Vegagerðinni kleift að semja um smíði Ölfusárbrúar. Helstu verkefni sem til stóð að hefjast handa við á þessu ári en legið hafa í salti eru: Fossvogsbrú, Vesturlandsvegur um Kjalarnes, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og nýr vegur um Brekknaheiði. Meginástæðan er fjárskortur meðal annars vegna þess að ófjármagnað Hornafjarðarfljót sogaði til sín fjárveitingar frá öðrum verkum. Vegarkaflinn af Dynjandisheiði og niður í Dynjandisvog er meðal þeirra sem legið hafa í salti hjá Vegagerðinni.Vegagerðin „Sökum þess hve kosningar til Alþingis fara fram á óvenjulegum tíma hefur ekki tekist að leggja nýja samgönguáætlun til fimm ára fyrir Alþingi. Þar með er nákvæm forgangsröðun verkefna ekki til staðar í þingskjölum,“ segir í nefndarálitinu. Nefndin bendir á að í samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, sem fellur úr gildi núna um áramótin, liggi fyrir forgangsröðun verkefna sem dregist hafi að ljúka. Þar að auki liggi fyrir langtímasamgönguáætlun til ársins 2034. „Ekkert er því til fyrirstöðu að Vegagerðin, í samráði við innviðaráðuneyti, geti gert samninga við verktaka eins og í hefðbundnu árferði,“ segir nefndin ennfremur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu innan úr stjórnkerfinu er svigrúm Vegagerðarinnar til nýrra útboða þó áfram skert sökum þess að Hornafjarðarfljót mun áfram taka til sín fjármuni á næsta ári sem markaðir voru öðrum verkum. Teikning af nýju leiðinni um Hornafjörð.Vegagerðin En hvaða verkefnum verður þá hægt að vinna að á árinu 2025? Meirihluti fjárlaganefndar gefur þetta svar: „Veigamestu framkvæmdir verða á Vestfjörðum, m.a. á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, á Reykjanesbraut og á hringvegi um Hornafjarðarfljót. Í áætlunum er gert ráð fyrir því að þeim framkvæmdum ljúki að mestu árið 2025 og því verði aukið svigrúm til nýrra verkefna árið 2026. Nefndin gerir ráð fyrir því að þá liggi fyrir samþykkt samgönguáætlun til fimm ára.“ Þarna eru fjögur verkefni tilgreind. Tvö þeirra, Dynjandisheiði og Gufudalssveit, eru stopp og bíða útboðs. Hin tvö, Reykjanesbraut og Hornafjarðarfljót, eru í fullum gangi og ekki þörf á frekari útboðum vegna þeirra. Vegagerðin er búin að bjóða út gerð landfyllinga vegna Fossvogsbrúar. Óvissa er um hvenær sjálf brúarsmíðin verður boðin út.Vegagerðin Engin lína er gefin í nefndarálitinu um hvort hægt verði að fara á fullt í önnur stórverkefni á næsta ári, eins og Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eða Brekknaheiði. Ekki er minnst á jarðgöng. Meirihluti fjárlaganefndar fjallar einnig í áliti sínu um breyttar forsendur vegna Ölfusárbrúar. Verkefnið er búið að vera strand vegna þess að ríkisábyrgðasjóður efast um að veggjöld dugi til að greiða brúna að fullu, eins og gerð er krafa um í heimildargrein fjárlaga. Fyrir liggur breytingartillaga frá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármála- og efnahagsráðherra í bandorminum svokallaða þess efnis að það dugi að vegtollar borgi bara helming kostnaðar og að það megi borga hinn helminginn með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Alþingi breytingartillögu við bandorminn getur Vegagerðin skrifað undir verksamning um smíði Ölfusárbrúar.Vegagerðin Um þessa breytingartillögu ráðherrans segir fjárlaganefnd: „Þar kemur fram að framkvæmdin geti ekki hafist nema Alþingi samþykki nýja heimild. Þá er rétt að halda því til haga að eftir sem áður er brýnt að veggjöld standi undir kostnaði að langmestu leyti. Meirihlutinn telur ekki viðunandi að miða við 50% af heildarkostnaði framkvæmdar eins og þó er gefinn ádráttur um í ákvæði til bráðabirgða. Þess í stað verði miðað við það að innheimta allan áfallinn kostnað með veggjöldum. Þá bendir meirihlutinn á nauðsyn heildarendurskoðunar laga um samvinnuverkefni í ljósi reynslu af byggingu brúar yfir Hornafjarðarfljót og Ölfusá,“ segir í nefndarálitinu sem dreift var á Alþingi í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld:
Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00