Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2024 12:15 Ragna þekkti sinn mann og fékk mynd af sér með honum. Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira