Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 16:59 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15. Hákon Óli Sigurðsson Önnur aurskriða féll á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals á fimmta tímanum. Vegurinn verður því lokaður út nóttina. Þá verður Súðavíkurhlíð einnig lokað klukkan tíu í kvöld. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Bolungarvík og á Ísafirði en þeim hefur verið lokað á ný. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson
Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22