Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar