Búist er við því að Lineker yfirgefi BBC svo endanlega eftir heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó 2026.
Samningur Linekers átti að renna út eftir tímabilið og hann var tilbúinn að halda áfram með Match of the Day en samkvæmt breskum fjölmiðlum fékk hann ekki nýtt samningstilboð.
Lineker tók við Match of the Day af Des Lynam fyrir tímabilið 1999-2000. Hann verður búinn að stýra þættinum í 26 ár þegar hann hættir næsta vor.
Meðal þeirra sem þykja líkleg til að taka við stjórnartaumunum í Match of the Day af Lineker má nefna Mark Chapman, Gabby Logan og Alex Scott.