Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 14:27 Guðrún Arnardóttir stóð í vörn sænsku meistaranna sem fengu aðeins á sig níu mörk alla leiktíðina, í 26 umferðum. Í sumar fagnaði hún því líka að hafa komist inn á EM í Sviss 2025, með íslenska landsliðinu. vísir/Anton Landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Arnardóttir eiga möguleika á að vinna til einstaklingsverðlauna á lokahófi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn. Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet. Sænski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira
Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet.
Sænski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira