Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun