Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:33 Opið bréf til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna. Daginn eftir stóra samstöðufundinn okkar 12. október þar sem húsfyllir var í félagsheimilinu á Seyðisfirði, hefði ríkisstjórnin fallið og vel heppnaði fundurinn og myndskeiðið “við drögum línu í sjóinn” (hlekkur:https://youtu.be/hWdjC7tf8bg?feature=shared ) hefði fengið litla umfjöllun hjá fjórða valdinu. Til að bæta gráu ofan á svart hefði aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins tekið fyrsta sæti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Það þýddi að ef sá flokkur, sem lengst hefur stjórnað á Íslandi, yrði í ríkisstjórn væri allt eins líklegt að hann yrði ráðherra yfir stofnuninni sem gefur á endanum út leyfin. Í það minnsta vinur hans. Sá hollenski varð alveg gáttaður og furðaði sig á því að þetta gæti gerst á Íslandi, hefði ekki komið á óvart í þriðja heims ríki en þetta sýndi ekkert annað en spillt kerfi. Ég gerði mér grein fyrir því en sagði jafnframt að við værum orðin svo vön þessu. Sitt sýnist hverjum um eyðileggingu eða uppbyggingu Nú hef ég hlustað á oddvitann, Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóra Kaldvíkur, í nokkrum Pallborðum og hann heldur því réttilega fram að þar sem hann sé Eskfirðingur í sjötta ættlið myndi hann aldrei standa fyrir eyðileggingu fjarða í grennd við sinn heimabæ. Það væri algjör firra að halda slíku fram. Það má vel vera að hann telji sér trú um, þvert á vísindin og reynslu annars staðar, að sjókvíaeldi sé góð hugmynd fyrir náttúru og lífríki. Það verður samt að halda til haga persónulegum hagsmunum hans og ávinningi. Það er nefnilega gömul saga og ný að peningar geti blindað mönnum sýn. Hér (hlekkur: https://www.visir.is/g/20171579599d ) er grein frá 2017 sem segir frá hækkun á greiðslu sem nemur 3,9 milljarða íslenskra króna sem félagið sem hann stýrir, Fiskeldi Austfjarða (nú Kaldvík) myndi fá ef fengist aukin framleiðsla á næstu 10 árum. Leyfið í Seyðisfirði er sem sagt mikils virði og þetta er þó aðeins bónusinn sem fengist ef það dýrmæta leyfi kemst inn í kauphöllina. Framreiknað verð á leyfinu sjálfu hleypur á miklu fleiri milljörðum. Þessa sögu þekkjum við. Áfram gakk í andstöðu við íbúa Jens Garðar hefur líka verið spurður hvernig hægt sé að réttlæta að hefja eldi í Seyðisfirði þegar skoðanakönnun sveitarfélagsins (2023) sýndi að 75% íbúa séu andvíg áformunum. Hann svarar alltaf því sama: Þrjátíu Seyðfirðingar sóttu um vinnu hjá Kaldvík þegar störf við sjókvíaeldi í Seyðisfirði voru auglýst og að þeir sé þar að auki í góðum samskiptum við hagaðila á svæðinu. Þetta kemur á óvart en á sama tíma ómögulegt að sannreyna annað þar sem atvinnuumsóknir eru ekki opinber gögn. Því skal haldið til haga að atvinnuuppbygging er af hinu góða og það þarf sannarlega að finna leiðir til að byggja upp spennandi atvinnu og verðmætasköpun en það réttlætir ekki að taka þátt í þeim fórnarkostnaði sem sjókvíaeldinu fylgir. Það er síðan lýsandi fyrir hroka fyrirtækisins að auglýsa störf á svæði þar sem svo mikil andstaða hefur verið og það áður en leyfisveiting hefur átt sér stað. Hvernig er eiginlega hægt að koma þessum mönnum í skilning um að meirihluti Seyðfirðinga vilja þetta alls ekki? Í öðru lagi er vert að minnast þess að stærstu hagaðilar í ferðaþjónustu í Seyðisfirði fóru í mjög kostnaðarsamt prófmál gegn innviðaráðherra í von um að geta hnekkt Haf- og strandsvæðaskipulagi fyrir austfirði í því augnamiði að geta komið í veg fyrir leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Það væri ágætt að vita hvaða hagaðilar þetta eru sem Jens vísar til þar sem metfjöldi athugasemda barst við frummatsskýrslu fyrirtækisins og við skipulagstillögu svæðisráðs. Að vera góður Eskfirðingur ? Síðastliðnar vikur hafa einkennst af því að láta Seyðfirðinga trúa því að það þýði ekki að streitast á móti, við þurfum bara að venjast yfirgangingum. Jens hélt því fram í fréttatíma RÚV að þangað sem þeir mæta með sína starfsemi gengi vel og þeir telji hið sama muni gerast á Seyðisfirði. En kæri Jens Garðar, við viljum ekki sjókvíaeldi í þrönga lygna firðinum okkar. Það passar ekki og við erum á annarri vegferð. Ef þú vilt vera góður sjöttu kynslóðar Eskfirðingur – þá skilur þú væntanlega hvernig hægt er að þykja vænt um fjörðinn sinn og sýnir þannig í verki að þessi bónusgreiðsla sé ekki það sem drífur þig áfram. Þú lætur fjörðinn í friði og treystir Seyðfirðingum fyrir sinni framtíð. Það sjá sennilega allir valdaójafnvægið sem er hér dregið upp. Til að leggjast á árar með okkur fyrir vernd Seyðisfjarðar er hægt að skrá sig í baráttufélagið okkar VÁ, félag um vernd fjarðar: www.va-felag.is Höfndur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna. Daginn eftir stóra samstöðufundinn okkar 12. október þar sem húsfyllir var í félagsheimilinu á Seyðisfirði, hefði ríkisstjórnin fallið og vel heppnaði fundurinn og myndskeiðið “við drögum línu í sjóinn” (hlekkur:https://youtu.be/hWdjC7tf8bg?feature=shared ) hefði fengið litla umfjöllun hjá fjórða valdinu. Til að bæta gráu ofan á svart hefði aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins tekið fyrsta sæti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Það þýddi að ef sá flokkur, sem lengst hefur stjórnað á Íslandi, yrði í ríkisstjórn væri allt eins líklegt að hann yrði ráðherra yfir stofnuninni sem gefur á endanum út leyfin. Í það minnsta vinur hans. Sá hollenski varð alveg gáttaður og furðaði sig á því að þetta gæti gerst á Íslandi, hefði ekki komið á óvart í þriðja heims ríki en þetta sýndi ekkert annað en spillt kerfi. Ég gerði mér grein fyrir því en sagði jafnframt að við værum orðin svo vön þessu. Sitt sýnist hverjum um eyðileggingu eða uppbyggingu Nú hef ég hlustað á oddvitann, Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóra Kaldvíkur, í nokkrum Pallborðum og hann heldur því réttilega fram að þar sem hann sé Eskfirðingur í sjötta ættlið myndi hann aldrei standa fyrir eyðileggingu fjarða í grennd við sinn heimabæ. Það væri algjör firra að halda slíku fram. Það má vel vera að hann telji sér trú um, þvert á vísindin og reynslu annars staðar, að sjókvíaeldi sé góð hugmynd fyrir náttúru og lífríki. Það verður samt að halda til haga persónulegum hagsmunum hans og ávinningi. Það er nefnilega gömul saga og ný að peningar geti blindað mönnum sýn. Hér (hlekkur: https://www.visir.is/g/20171579599d ) er grein frá 2017 sem segir frá hækkun á greiðslu sem nemur 3,9 milljarða íslenskra króna sem félagið sem hann stýrir, Fiskeldi Austfjarða (nú Kaldvík) myndi fá ef fengist aukin framleiðsla á næstu 10 árum. Leyfið í Seyðisfirði er sem sagt mikils virði og þetta er þó aðeins bónusinn sem fengist ef það dýrmæta leyfi kemst inn í kauphöllina. Framreiknað verð á leyfinu sjálfu hleypur á miklu fleiri milljörðum. Þessa sögu þekkjum við. Áfram gakk í andstöðu við íbúa Jens Garðar hefur líka verið spurður hvernig hægt sé að réttlæta að hefja eldi í Seyðisfirði þegar skoðanakönnun sveitarfélagsins (2023) sýndi að 75% íbúa séu andvíg áformunum. Hann svarar alltaf því sama: Þrjátíu Seyðfirðingar sóttu um vinnu hjá Kaldvík þegar störf við sjókvíaeldi í Seyðisfirði voru auglýst og að þeir sé þar að auki í góðum samskiptum við hagaðila á svæðinu. Þetta kemur á óvart en á sama tíma ómögulegt að sannreyna annað þar sem atvinnuumsóknir eru ekki opinber gögn. Því skal haldið til haga að atvinnuuppbygging er af hinu góða og það þarf sannarlega að finna leiðir til að byggja upp spennandi atvinnu og verðmætasköpun en það réttlætir ekki að taka þátt í þeim fórnarkostnaði sem sjókvíaeldinu fylgir. Það er síðan lýsandi fyrir hroka fyrirtækisins að auglýsa störf á svæði þar sem svo mikil andstaða hefur verið og það áður en leyfisveiting hefur átt sér stað. Hvernig er eiginlega hægt að koma þessum mönnum í skilning um að meirihluti Seyðfirðinga vilja þetta alls ekki? Í öðru lagi er vert að minnast þess að stærstu hagaðilar í ferðaþjónustu í Seyðisfirði fóru í mjög kostnaðarsamt prófmál gegn innviðaráðherra í von um að geta hnekkt Haf- og strandsvæðaskipulagi fyrir austfirði í því augnamiði að geta komið í veg fyrir leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Það væri ágætt að vita hvaða hagaðilar þetta eru sem Jens vísar til þar sem metfjöldi athugasemda barst við frummatsskýrslu fyrirtækisins og við skipulagstillögu svæðisráðs. Að vera góður Eskfirðingur ? Síðastliðnar vikur hafa einkennst af því að láta Seyðfirðinga trúa því að það þýði ekki að streitast á móti, við þurfum bara að venjast yfirgangingum. Jens hélt því fram í fréttatíma RÚV að þangað sem þeir mæta með sína starfsemi gengi vel og þeir telji hið sama muni gerast á Seyðisfirði. En kæri Jens Garðar, við viljum ekki sjókvíaeldi í þrönga lygna firðinum okkar. Það passar ekki og við erum á annarri vegferð. Ef þú vilt vera góður sjöttu kynslóðar Eskfirðingur – þá skilur þú væntanlega hvernig hægt er að þykja vænt um fjörðinn sinn og sýnir þannig í verki að þessi bónusgreiðsla sé ekki það sem drífur þig áfram. Þú lætur fjörðinn í friði og treystir Seyðfirðingum fyrir sinni framtíð. Það sjá sennilega allir valdaójafnvægið sem er hér dregið upp. Til að leggjast á árar með okkur fyrir vernd Seyðisfjarðar er hægt að skrá sig í baráttufélagið okkar VÁ, félag um vernd fjarðar: www.va-felag.is Höfndur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun