Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar