Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 18:42 Bæjarbíó var eitt sinn heimili Leikfélags Hafnarfjarðar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga. Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag. Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag.
Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira