Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar 10. nóvember 2024 13:45 Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun