Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 18:57 Yazan ásamt foreldrum sínum Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi. facebook Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu, og fjölskylda sem fengu samþykkta vernd í síðasta mánuði leita nú logandi ljósi að húsnæði sem hentar fjölskyldunni og sérþörfum Yazans. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og vinkona fjölskyldunnar auglýsir eftir húsnæði fyrir hönd fjölskyldunnar á Facebook. „Þau eru að reyna að finna hentugt húsnæði, sem er auðvitað ekki einfalt. En þau eru bara spennt að byrja upp á nýtt,“ segir Bergþóra í samtali við Vísi. Húsnæðið sem fjölskyldan býr í er ætlað umsækjendum um alþjóðlega vernd. Nú þegar fjölskyldan hefur fengið viðbótarvernd þurfa þau að finna sér nýtt húsnæði. „Það verður auðvitað að vera aðgengi fyrir hjólastól og þess háttar,“ segir Bergþóra Hún bætir við að fjölskyldan sé alsæl með nýja lífið. „Í rauninni enn að lenda.“ Bæði séu foreldrarnir að leita sér að vinnu en Yazan er í skóla. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu ásamt syni þeirra Yazan til Íslands í júní 2023. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september. Mál Yazans Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og vinkona fjölskyldunnar auglýsir eftir húsnæði fyrir hönd fjölskyldunnar á Facebook. „Þau eru að reyna að finna hentugt húsnæði, sem er auðvitað ekki einfalt. En þau eru bara spennt að byrja upp á nýtt,“ segir Bergþóra í samtali við Vísi. Húsnæðið sem fjölskyldan býr í er ætlað umsækjendum um alþjóðlega vernd. Nú þegar fjölskyldan hefur fengið viðbótarvernd þurfa þau að finna sér nýtt húsnæði. „Það verður auðvitað að vera aðgengi fyrir hjólastól og þess háttar,“ segir Bergþóra Hún bætir við að fjölskyldan sé alsæl með nýja lífið. „Í rauninni enn að lenda.“ Bæði séu foreldrarnir að leita sér að vinnu en Yazan er í skóla. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu ásamt syni þeirra Yazan til Íslands í júní 2023. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september.
Mál Yazans Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent