Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 14:55 Sigdís Eva Bárðardóttir opnaði makareikning sinn í sænsku deildinni í dag. @ifknorrkoping Hin sautján ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir nýtti vel tækifærið í byrjunarliðinu í sænsku kvennadeildinni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Kristianstad þar sem landa hennar Katla Tryggvadóttir gaf tvær stoðsendingar. Sigdís Eva Norrköping í 1-0 á 21. mínútu leiksins. Norrköping varð þó að sætta sig við 2-3 tap. Sigdís spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins og fór af velli í stöðinni 1-0. Efrir að hún fór af velli komst AIK í 2-1 og svo aftur í 3-2 eftir að Norrköping jafnaði. Sigdís fór frá Víkingum á miðju tímabili og er því að hefja atvinnumannaferil sinn. Þetta var hennar sjöundi leikur í deildinni en sá fyrsti byrjunarliðinu í deildarleik. Katla Tryggvadóttir lagði upp tvö mörk í 5-0 sigri Kristianstad á Trelleborg. Remy Siemsen skoraði þrennu í leiknum en Katla lagði upp tvö síðustu mörkin hennar. Guðný Árnadóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad. Hlín Eiríksdóttir skoraði fjórða mark Kristianstad á 75. mínútu og fimmta markið síðan í uppbótatíma. Þessi mörk tvö mörk þýða að hún er komin með fimmtán mörk og er næstmarkahæst í deildinni. María Ólafsdóttir Gros lagði upp mark fyrir Linköping í 3-2 sigri á Vittsjö. Linköping komst í 3-0 í leiknum en María lagði upp fyrsta markið fyrir Irene Dirdal á 21. mínútu. Aimee Claypole og Lisa Björk bættu við mörkin en Vittsjö tókst næstum því að jafna metin. Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Växjö í 2-1 útisigri á Örebro í Íslendingaslag. Hún fór af velli í hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Örebro. Katla María Þórðardóttir kom inn á sem varamaður hjá Örebro á 61. mínútu og Áslaug Sigurbjörnsdóttir á 85. mínútu. Þórdís Elva Ágústsdóttir spilaði síðustu sextán mínúturnar fyrir Växjö en liðið skoraði sigurmarkið stuttu eftir að hún kom inn á völlinn. Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård, hafa fyrir löngu tryggt sér sænska meistaratitilinn en þær unnu 3-0 sigur á Djurgården í dag. Guðrún var að venju í miðju varnarinnar. Momoko Tanikawa, Olivia Schough og Bea Sprung skoruðu mörkin í þessum 25. sigri Rosengård í 26 leikjum. Sænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Sigdís Eva Norrköping í 1-0 á 21. mínútu leiksins. Norrköping varð þó að sætta sig við 2-3 tap. Sigdís spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins og fór af velli í stöðinni 1-0. Efrir að hún fór af velli komst AIK í 2-1 og svo aftur í 3-2 eftir að Norrköping jafnaði. Sigdís fór frá Víkingum á miðju tímabili og er því að hefja atvinnumannaferil sinn. Þetta var hennar sjöundi leikur í deildinni en sá fyrsti byrjunarliðinu í deildarleik. Katla Tryggvadóttir lagði upp tvö mörk í 5-0 sigri Kristianstad á Trelleborg. Remy Siemsen skoraði þrennu í leiknum en Katla lagði upp tvö síðustu mörkin hennar. Guðný Árnadóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad. Hlín Eiríksdóttir skoraði fjórða mark Kristianstad á 75. mínútu og fimmta markið síðan í uppbótatíma. Þessi mörk tvö mörk þýða að hún er komin með fimmtán mörk og er næstmarkahæst í deildinni. María Ólafsdóttir Gros lagði upp mark fyrir Linköping í 3-2 sigri á Vittsjö. Linköping komst í 3-0 í leiknum en María lagði upp fyrsta markið fyrir Irene Dirdal á 21. mínútu. Aimee Claypole og Lisa Björk bættu við mörkin en Vittsjö tókst næstum því að jafna metin. Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Växjö í 2-1 útisigri á Örebro í Íslendingaslag. Hún fór af velli í hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Örebro. Katla María Þórðardóttir kom inn á sem varamaður hjá Örebro á 61. mínútu og Áslaug Sigurbjörnsdóttir á 85. mínútu. Þórdís Elva Ágústsdóttir spilaði síðustu sextán mínúturnar fyrir Växjö en liðið skoraði sigurmarkið stuttu eftir að hún kom inn á völlinn. Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård, hafa fyrir löngu tryggt sér sænska meistaratitilinn en þær unnu 3-0 sigur á Djurgården í dag. Guðrún var að venju í miðju varnarinnar. Momoko Tanikawa, Olivia Schough og Bea Sprung skoruðu mörkin í þessum 25. sigri Rosengård í 26 leikjum.
Sænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira