„Við fengum á okkur of stórt áhlaup í fjórða leikhluta líkt og gerðist í fyrri hálfleik og við misstum okkur í gleðinni og vorum óskynsamir og þess vegna töpuðum við,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali eftir leik.
Rúnar var nokkuð ánægður með fyrri hálfleik Njarðvíkur þar sem hans menn voru þremur stigum yfir 45-48.
„Þetta var fram og til baka leikur heilt yfir svo var þetta tímasetning áhlaupa sem setti KR í þessa stöðu í fjórða leikhluta. Það var meira augnablik með þeirra áhlaupum. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum en sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig.“
„KR gerði vel í að minnka völlinn sem bjó til hik í okkur og við vorum með 17 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum og þá er erfitt að mæta í Vesturbæinn og vinna.“
Rúnar tók undir það að Njarðvík hafi höndlað mótlætið illa en gestirnir voru pirraðir í fjórða leikhluta þegar það heyrðist í skotklukkunni áður en hún átti að fara í gang sem gerði það að verkum að Khalil Shabazz tók lélegt skot.
„Já það er hægt að orða það þannig. Við fórum að pæla í hlutum sem við höfðum ekki stjórn á. Þetta var leiðinlegt atvik en lífið er ekki fullkomið. Við hefðum átt að fara í vörn og ná að stoppa þá. Þetta þroskar okkur og við höfum tapað tveimur jöfnum leikjum og við höfum verið að spila vel á tímabilinu,“ sagði Rúnar Ingi að lokum