Anton Sveinn er hættur Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 15:55 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn, fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli. Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira