Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa 8. nóvember 2024 10:31 Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun