Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 10:31 Freyr Alexandersson þjálfari KV Kortrijk Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“ Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“
Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira