Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:47 Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun