Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:02 Flest höfum við þurft og eigum eftir að þurfa á einhverjum tímapunkti í lífinu að leggja inn atvinnuumsókn, í þeim tilgangi að reyna að landa starfi. Þetta gæti verið draumastarfið eða starf sem við ákveðum að sækja um af því að það hentar vel aðstæðum okkar hverju sinni. Að sækja um starf er í mörgum tilfellum meira en að segja það. Atvinnurekendur gera sífellt meiri kröfur um hæfni umsækjenda, til dæmis í tengslum við færni í mannlegum samskiptum og góða tölvufærni. Þar að auki búum við nú í fjölmenningarsamfélagi sem þýðir að samskipti geta reynst flóknari því að tungumálin eru orðin fleiri og atvinnurekendur gera gjarnan kröfu á góða íslenskukunnáttu, enskukunnáttu eða hvoru tveggja. Margir atvinnurekendur hafa þó gefið þeim hópi fólks sem hvorki talar íslensku né ensku tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn og fyrir það ber að þakka. Fólk í atvinnuleit Í upplýsingum úr þjóðhagsspá í nóvember kemur fram að atvinnuleysi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var að meðaltali 3,6% á fyrstu níu mánuðum ársins og gert er ráð fyrir að það aukist og verði að meðaltaltali 4,1% á næsta ári. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun hitti ég reglulega fólk sem er í atvinnuleit. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk er án atvinnu. Sumir hafa misst starf sitt óvænt, sem getur verið mikið áfall. Aðrir hafa verið í starfi þar sem ráðning þeirra var tímabundin og ráðningartímabilinu lokið. Einnig er ákveðinn hópur af fólki sem hefur sagt starfi sínu lausu og leitar nú á önnur mið og enn aðrir hafa aldrei unnið áður á íslenskum vinnumarkaði en vilja gjarnan komast í starf sem allra fyrst. Vinna og hugsun að baki hverrar atvinnuumsóknar Það getur verið krefjandi fyrir hvern sem er að fara í gegnum ferlið sem fylgir því að reyna að landa starfi og það eru ýmis atriði sem þarf að hafa í huga að þegar kemur að því að leggja inn atvinnuumsókn. Ráðgjafar Vinnumálastofnunar leggja mikið upp úr því að hvetja fólk til þess að vanda til verka og bjóða upp á leiðsögn og stuðning fyrir þá sem vilja. Það þarf að byrja á því að uppfæra ferilskrá eða jafnvel gera ferilskrá frá grunni. Ferilskrá er eitt mikilvægasta verkfærið í atvinnuleitinni. Í henni reynir fólk að draga fram alla sína reynslu, hæfni og styrkleika og margir eyða miklum tíma í að gera ferilskrána eins góða og mögulegt er. Þetta finnst mörgum erfitt, einfaldlega vegna þess að fólk á misjafnlega auðvelt með að þekkja og gera grein fyrir eigin hæfni og styrkleikum, hvað þá að koma þeim niður á blað. Staðreyndin er þó sú að allir hafa einhverja hæfni og reynslu fram að færa og þess vegna er ferilskráin mikilvæg, eins konar markaðssetning á sjálfum sér. Margir leggja einnig mikla vinnu í að skrifa kynningarbréf samhliða atvinnuumsóknum sínum, en megin markmið kynningarbréfa er að sannfæra ráðningaraðila um hvað það er sem umsækjandi getur gert fyrir þá. Það er því ljóst oft fer mikill tími, vinna og sjálfsígrundun í að koma þessum upplýsingum niður á blað í þeim tilgangi að sannfæra vinnuveitendur um hvers vegna þeir ættu að ráða viðkomandi í vinnu. Vonir og væntingar eftir hverja og eina atvinnuumsókn Þegar horft er til þeirra atriða sem hér hefur verið fjallað um, er rétt að vekja athygli á því að hverri og einni starfsumsókn ætti að taka fagnandi. Vinnuveitendur þekkja vel hversu dýrmætt það er að næla í góðan starfskraft og það er mikilvægt fyrir atvinnulífið að halda hjólum þess gangandi. Það þýðir að við hljótum að vilja sjá alls konar fólk sækja um alls konar störf, vegna þess að þarfir hvers og eins fyrirtækis eru misjafnar og þegar vöntun er á starfsfólki hlýtur það að þykja eftirsóknarvert að hafa úr mörgum umsækjendum að velja. Það er því fyrirtækjum og vinnuveitendum í hag að fólk í atvinnuleit leggi inn hjá þeim starfsumsóknir. Mikilvægt að hafa alltaf í huga að á bak við hverja og eina starfsumsókn er manneskja sem hefur lagt vinnu og hugsun í sína atvinnuumsókn. Það felst ákveðin berskjöldun í því að treysta fólki fyrir sínum persónulegu upplýsingum og eftir að umsóknin er lögð inn hefst ákveðið tímabil vonar og væntinga hjá fólki. Atvinnuleysi eitt og sér getur haft mikil áhrif á sjálfstraustið, sem getur jafnvel farið að dvína eftir því sem líður á og ekkert breytist. Þetta gæti hent hvern sem er, og atvinnuleysi spyr ekki alltaf um stöðu fólks, menntun eða starfsreynslu. Stuðlum að því að fólk hafi vilja til þess að sækja um störf Reynsla mín eftir fjöldann allan af viðtölum við fólk er sú að margir greina frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær, og stór hluti ástæðunnar sé skortur á viðbrögðum atvinnurekenda við starfsumsóknum þeirra. Fólk greinir frá vonleysi og eins og gefur að skilja getur þetta haft í för með sér mikla höfnunartilfinningu. Ég biðla því til atvinnurekenda að taka þetta tiltekna atriði til umhugsunar; að öllum atvinnuumsóknum sem þeim berast sé svarað. Þessar umsóknir geta verið alls konar, með eða án ferilskrár, með góðum og ekki jafn góðum ferilskrám, á íslensku eða ensku og lengi mætti telja. Það sem er sammerkt með þessum umsóknum er manneskjan á bakvið þær, sem bíður og vonast eftir svari. Svarið þarf ekki að vera ítarlegt, en það er hægt að semja staðlað svar sem hægt er að nota að hverju sinni. Í svarinu væri fólk upplýst um að umsókn sé móttekin og þeim í leiðinni þakkað fyrir sýndan áhuga á því að starfa hjá fyrirtækinu. Einnig kæmi fram hver staða fyrirtækisins væri, hvort ekki sé verið að ráða inn að svo stöddu eða að ráðning hafi nú þegar átt sér stað. Svörin þjóna ákveðnum tilgangi, að gefa væntingum og voninni svör, þrátt fyrir að svarið hafi ekki verið „já, þú fékkst starfið“. Höfundur er sérfræðingur og ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Flest höfum við þurft og eigum eftir að þurfa á einhverjum tímapunkti í lífinu að leggja inn atvinnuumsókn, í þeim tilgangi að reyna að landa starfi. Þetta gæti verið draumastarfið eða starf sem við ákveðum að sækja um af því að það hentar vel aðstæðum okkar hverju sinni. Að sækja um starf er í mörgum tilfellum meira en að segja það. Atvinnurekendur gera sífellt meiri kröfur um hæfni umsækjenda, til dæmis í tengslum við færni í mannlegum samskiptum og góða tölvufærni. Þar að auki búum við nú í fjölmenningarsamfélagi sem þýðir að samskipti geta reynst flóknari því að tungumálin eru orðin fleiri og atvinnurekendur gera gjarnan kröfu á góða íslenskukunnáttu, enskukunnáttu eða hvoru tveggja. Margir atvinnurekendur hafa þó gefið þeim hópi fólks sem hvorki talar íslensku né ensku tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn og fyrir það ber að þakka. Fólk í atvinnuleit Í upplýsingum úr þjóðhagsspá í nóvember kemur fram að atvinnuleysi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var að meðaltali 3,6% á fyrstu níu mánuðum ársins og gert er ráð fyrir að það aukist og verði að meðaltaltali 4,1% á næsta ári. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun hitti ég reglulega fólk sem er í atvinnuleit. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk er án atvinnu. Sumir hafa misst starf sitt óvænt, sem getur verið mikið áfall. Aðrir hafa verið í starfi þar sem ráðning þeirra var tímabundin og ráðningartímabilinu lokið. Einnig er ákveðinn hópur af fólki sem hefur sagt starfi sínu lausu og leitar nú á önnur mið og enn aðrir hafa aldrei unnið áður á íslenskum vinnumarkaði en vilja gjarnan komast í starf sem allra fyrst. Vinna og hugsun að baki hverrar atvinnuumsóknar Það getur verið krefjandi fyrir hvern sem er að fara í gegnum ferlið sem fylgir því að reyna að landa starfi og það eru ýmis atriði sem þarf að hafa í huga að þegar kemur að því að leggja inn atvinnuumsókn. Ráðgjafar Vinnumálastofnunar leggja mikið upp úr því að hvetja fólk til þess að vanda til verka og bjóða upp á leiðsögn og stuðning fyrir þá sem vilja. Það þarf að byrja á því að uppfæra ferilskrá eða jafnvel gera ferilskrá frá grunni. Ferilskrá er eitt mikilvægasta verkfærið í atvinnuleitinni. Í henni reynir fólk að draga fram alla sína reynslu, hæfni og styrkleika og margir eyða miklum tíma í að gera ferilskrána eins góða og mögulegt er. Þetta finnst mörgum erfitt, einfaldlega vegna þess að fólk á misjafnlega auðvelt með að þekkja og gera grein fyrir eigin hæfni og styrkleikum, hvað þá að koma þeim niður á blað. Staðreyndin er þó sú að allir hafa einhverja hæfni og reynslu fram að færa og þess vegna er ferilskráin mikilvæg, eins konar markaðssetning á sjálfum sér. Margir leggja einnig mikla vinnu í að skrifa kynningarbréf samhliða atvinnuumsóknum sínum, en megin markmið kynningarbréfa er að sannfæra ráðningaraðila um hvað það er sem umsækjandi getur gert fyrir þá. Það er því ljóst oft fer mikill tími, vinna og sjálfsígrundun í að koma þessum upplýsingum niður á blað í þeim tilgangi að sannfæra vinnuveitendur um hvers vegna þeir ættu að ráða viðkomandi í vinnu. Vonir og væntingar eftir hverja og eina atvinnuumsókn Þegar horft er til þeirra atriða sem hér hefur verið fjallað um, er rétt að vekja athygli á því að hverri og einni starfsumsókn ætti að taka fagnandi. Vinnuveitendur þekkja vel hversu dýrmætt það er að næla í góðan starfskraft og það er mikilvægt fyrir atvinnulífið að halda hjólum þess gangandi. Það þýðir að við hljótum að vilja sjá alls konar fólk sækja um alls konar störf, vegna þess að þarfir hvers og eins fyrirtækis eru misjafnar og þegar vöntun er á starfsfólki hlýtur það að þykja eftirsóknarvert að hafa úr mörgum umsækjendum að velja. Það er því fyrirtækjum og vinnuveitendum í hag að fólk í atvinnuleit leggi inn hjá þeim starfsumsóknir. Mikilvægt að hafa alltaf í huga að á bak við hverja og eina starfsumsókn er manneskja sem hefur lagt vinnu og hugsun í sína atvinnuumsókn. Það felst ákveðin berskjöldun í því að treysta fólki fyrir sínum persónulegu upplýsingum og eftir að umsóknin er lögð inn hefst ákveðið tímabil vonar og væntinga hjá fólki. Atvinnuleysi eitt og sér getur haft mikil áhrif á sjálfstraustið, sem getur jafnvel farið að dvína eftir því sem líður á og ekkert breytist. Þetta gæti hent hvern sem er, og atvinnuleysi spyr ekki alltaf um stöðu fólks, menntun eða starfsreynslu. Stuðlum að því að fólk hafi vilja til þess að sækja um störf Reynsla mín eftir fjöldann allan af viðtölum við fólk er sú að margir greina frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær, og stór hluti ástæðunnar sé skortur á viðbrögðum atvinnurekenda við starfsumsóknum þeirra. Fólk greinir frá vonleysi og eins og gefur að skilja getur þetta haft í för með sér mikla höfnunartilfinningu. Ég biðla því til atvinnurekenda að taka þetta tiltekna atriði til umhugsunar; að öllum atvinnuumsóknum sem þeim berast sé svarað. Þessar umsóknir geta verið alls konar, með eða án ferilskrár, með góðum og ekki jafn góðum ferilskrám, á íslensku eða ensku og lengi mætti telja. Það sem er sammerkt með þessum umsóknum er manneskjan á bakvið þær, sem bíður og vonast eftir svari. Svarið þarf ekki að vera ítarlegt, en það er hægt að semja staðlað svar sem hægt er að nota að hverju sinni. Í svarinu væri fólk upplýst um að umsókn sé móttekin og þeim í leiðinni þakkað fyrir sýndan áhuga á því að starfa hjá fyrirtækinu. Einnig kæmi fram hver staða fyrirtækisins væri, hvort ekki sé verið að ráða inn að svo stöddu eða að ráðning hafi nú þegar átt sér stað. Svörin þjóna ákveðnum tilgangi, að gefa væntingum og voninni svör, þrátt fyrir að svarið hafi ekki verið „já, þú fékkst starfið“. Höfundur er sérfræðingur og ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar