Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 09:43 Hildur Kristín segir stóran hluta slysa vera rakinn til símanotkunar undir stýri. Vísir Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is. Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is.
Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira