Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Fiskeldi Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun