Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Fiskeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun